Erlent

Cheney í lagi

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var í gærkvöldi fluttur á sjúkrahús vegna andnauðar. Cheney hefur átt við hjartasjúkdóma að stríða, hefur fengið hjartaáfall í fjórgang og fékk fyrir þremur árum gangráð. Rannsóknir á sjúkrahúsinu í gær leiddu ekkert óeðlilegt í ljós, og fékk Cheney að fara heim að rannsóknunum loknum. Talsmaður hans sagði ástæðu andnauðarinnar vera veirusýking in hálsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×