Erlent

Skotárás á Abbas

Skotárás var gerð þegar Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, kom að greftrunarstað Jassirs Arafat síðdegis í dag. Talið er að Abbas hafi verið skotmark palestínsku skæruliðana sem réðust inn í tjaldið sem er við gröfina, en Abbas er forsetaefni Fatah-hreyfingar Arafats og þykir líklegur til að taka við forystuhlutverki meðal Palestínumanna. Herskáum Palestínumönnum þykir hann full hófsamur. Tveir lífverðir féllu í árásinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×