Erlent

Hermanna minnst með Valmúa

Elísabet Englandsdrottning lagði í dag blómsveig við skör minnismerkis um fallna hermenn í Lundúnum. Athöfnin er árlegur viðburður og fer fram þann sunnudag sem næst er lokadegi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Valmúinn er ljóðrænt tákn fyrir þá sem látið hafa lífið fyrir frelsi þjóðar sinnar og bera margir Bretar því valmúanælur þessa dagana. Margir hermenn féllu á valmúaökrum í Flæmingjalandi í fyrri heimsstyrjöldinni, og þaðan kemur táknið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×