Erlent

Abbas býður sig fram

Það var Fatah-hreyfingin sem valdi Abbas í framboðið, en kosningarnar verða haldnar þann níunda janúar. Þá lýkur sextíu daga sorgarferli vegna dauða Arafats. Marwan Barghuti, einn vinsælasti forystumaður Palestínumanna, hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram þrátt fyrir að hann afpláni nú fimmfaldan lífstíðardóm vegna morða sem ísraelskur dómstóll fann hann sekan um. Aðrir sem koma til greina sem eftirmaður Arafats eru Ahmed Qurei, forsætisráðherra Palestínu og nýkjörin yfirmaður Öryggisráðs Palestínu í stað Arafats, og Farouk Kaddoumi, sem var kjörinn yfirmaður Fatah-hreyfingarinnar eftir lát Arafats. Þar til nýr leiðtogi verður kjörinn í Palestínu mun Rawhi Fattuh gegna starfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×