Erlent

Tveir skotnir til bana

Tveir meðlimir öryggissveita Palestínu voru skotnir til bana þegar Mahmud Abbas, leiðtogi öryggisráðs Palestínu, heimsótti tjald sem hafði verið sett upp í Gaza-borg til minningar um Jasser Arafat, fyrrum leiðtoga Palestínumanna. Fjórir til viðbótar særðust í árásinni en Abbas, sem var umkringdur öryggisvörðum, slapp með skrekkinn. Abbas var nýkominn til Gaza-borgar til að taka á móti samúðarkveðjum vegna fráfalls Arafats, sem lést í París á fimmtudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×