Erlent

Dauðadómum fækkar

Þrjátíu ár eru liðin síðan jafn fáir einstaklingar voru dæmdir til dauða í Bandaríkjunum og á síðasta ári. Alls fengu 144 manneskjur í 25 ríkjum dauðadóm í fyrra. Var það þriðja árið í röð sem slíkum dómum fækkaði í landinu. Andstæðingar dauðarefsinga segja að þessar tölur sýni hversu tortrygginn almenningur sé orðinn gagnvart þeim. Margir fangar hafa til dæmis verið dæmdir ranglega til dauða eftir að ný sönnunargögn hafa komið í ljós. Á síðasta ári voru 3.374 fangar á dauðadeild í Bandaríkjunum, 188 færri en árið 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×