Erlent

Skemmdir unnar

Robert Ballard, sem fann flak skemmtiferðaskipsins Titanic fyrir tæpum tveimur áratugum, er ósáttur við þær skemmdir sem hafa orðið á flakinu á undanförnum árum. Segir hann að kafbátarnir sem ferðamenn og aðrir sem hafa leitað að minjagripum úr ferjunni hafi notað hafi greinilega rekist oft í flakið. Vill hann að fólk beri meiri virðingu fyrir þessu gríðarstóra minnismerki í framtíðinni. 1.523 manneskjur fórust þegar Titanic sökk í Norður-Atlantshafi árið 1912.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×