Erlent

Kvörtunum rignir inn

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg er að drukkna í kvörtunum frá almennum borgurum. Þetta kemur fram í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Alls hafa 75.800 kvartanir borist dómstólnum og að meðaltali berast honum 1.100 nýjar kvartanir í hverjum mánuði. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda kvartana er talin sú að aukinn fjöldi austur-evrópskra ríkja nýtir sér dómstólinn auk þess sem sífellt fleiri Evrópubúar gera sér grein fyrir notagildi hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×