Erlent

Ekki eitrað fyrir Arafat

Philippe Douste-Blazy, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir enga ástæðu til að ætla að eitrað hafi verið fyrir Jasser Arafat, forseta Palestínu, sem lést á sjúkrahúsi í París síðastliðinn fimmtudag. Arafat var skoðaður í bak og fyrir á sjúkrahúsinu. Kom í ljós að lítið var af rauðum blóðkornum í líkama hans. "Ekkert bendir til þess að það hafi verið eitrað fyrir honum," sagði Blazy. "Annars hefðu dómsyfirvöld tekið málið í sínar hendur." Arafat hafði verið heilsutæpur í mörg ár áður en hann lést.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×