Erlent

Neyðarfundur vegna árásar á Abbas

Helstu leiðtogar stjórnar Palestínumanna sátu neyðarfund í Gaza í gærkvöldi í kjölfar skotárásar á Mahmoud Abbas, yfirmann PLO. Þeir lögðu eftir fundinn áherslu á að halda uppi lögum og reglum í landinu og tryggja það að óöld komist ekki á. Tilræðið við Abbast varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að ákveðið var að Palestínumenn myndu kjósa sér nýjan leiðtoga 9. janúar en Abbas er forsetaefni Fatah-hreyfingar Arafats og þykir líklegur til að taka við hlutverki hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×