Erlent

Vilja vopnasölubann frá SÞ

Frakkar vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setji vopnasölubann á Fílabeinsströndina, og grípi einnig til annarra refsiaðgerða, eftir að níu franskir hermenn féllu í loftárás flughers ríkisstjórnarinnar. Frakkar brugðust við árásinni með því að sprengja allar vélar flughersins í loft upp, og varð það til þess að miklar óeirðir brutust út í landinu. Þúsundir vesturlandabúa hafa flúið Fílabeinsströndina, undanfarna daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×