Erlent

Baráttan um leikana 2012 hafin

Baráttan um Olympíuleikana árið 2012 er hafin og hún kostar sitt. Þær fimm borgir sem koma til greina sem gestgjafar leikanna eru París, London, New York, Madrid og Moskva. Útlistun borganna á því hvernig þær hyggjast undirbúa og framkvæma leikanna verður skilað til Alþjóða Olympíunefndarinnar í dag. Síðan tekur við mikil og dýr auglýsingaherferð, þar sem borgirnar reyna að vinna nefndarmenn á sitt band. Þann 6. júlí á næsta ári mun það svo liggja fyrir hver hreppir hnossið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×