Erlent

Ákærður fyrir tengsl við mafíuna

Ítalskur lögreglumaður, sem fékk það verkefni að uppræta mafíustarfsemi, mætir í dag fyrir rétt, til að svara fyrir ásakanir um að tengsl hans við mafíuna hafi orðið öllu nánari en efni stóðu til. Verði hann fundinn sekur bíður hans allt að 10 ára fangelsi. Lögreglumaðurinn átti þátt í rassíu á mafíuna á níunda áratugnum, þar sem 344 glæpónar voru dæmdir til meira en 2 þúsund og 600 ára fangelsis samanlagt. Nú er hins vegar líklegt að maðurinn verði felldur á eigin bragði, þar sem það voru mafíósar sem tilkynntu um að tengsl hans við mafíuna væru ekki einungis til þess fallin að uppræta starfsemi hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×