Erlent

Boðið lausnargjald

Afganska ríkisstjórnin hefur íhugað að bjóða lausnargjald fyrir þrjá starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, sem haldið hefur verið í gíslingu síðan í síðasta mánuði. Mannræningjarnir hafa krafist þess að tuttugu og sex hermenn talibana verði látnir lausir úr fangelsum, ellegar verði gíslarnir myrtir. Þeir segjast ekkert kæra sig um peninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×