Erlent

Powell segir af sér

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Búist er við að Hvíta húsið tilkynni um þetta á næstu mínútum. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, átti að funda með Powell á morgun en ljóst er að sá fundur er í óvissu. Powell segist ætla að halda störfum áfram þar til fundinn hefur verið eftirmaður. Condoleezza Rice, öryggisráðgjafi forsetans er talin líkleg sem eftirmaður Powells en vangaveltur hafa reyndar líka verið uppi um að hún hyggist hverfa aftur til fræðimennsku í Kaliforníu og hætta í stjórnmálum. Powell greindi samstarfsfólki sínu í utanríkisráðuneytinu frá þessu í morgun. Hann hefur verið talsmaður hófsamari aðgerða í utanríkismálum en Bush bandaríkjaforseti.. Davíð Oddsson er kominn til Washington ásamt fylgdarliði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×