Erlent

Hneykslismál loks fyrir dóm

Eitt mesta hneykslismál síðari tíma í frönskum stjórnmálum komst loks í dómssali landsins í dag. Fjöldi undirmanna þáverandi forseta Frakklands, Francois Mitterand, eru ákærðir fyrir hleranir á símum meira en 50 stjórnmálamanna, lögfræðinga og fréttamanna. Tilgangur hlerananna er talinn hafa verið sá að koma í veg fyrir að það kæmist í hámæli að Mitterand ætti laundóttur og eins til að hylma yfir hneykslismál innan lögreglunnar. Mennirnir sem ákærðir eru segjast einungis hafa verið að fara að skipunum yfirmanna sinna. Málið þykir um margt minna á watergate-hneykslið, sem varð þess valdandi að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna sagði af sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×