Erlent

Uppsögnin breytir litlu

Til stóð að Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi til Palestínu í næstu viku til viðræðna við nýja stjórn landsins. Powell hugðist ræða við leiðtoga PLO, Mahmoud Abbas, sem og forsætisráðherrann Ahmed Qurei. Óvíst er hvort af þeim fundi verður. Annars eru viðbrögð bæði ÍSraelsmanna og Palestínumanna við uppsögn Powell á þá leið að hún breyti litlu, eða sé jafnvel af hinu góða. Powell þótti ekki beita sér mikið í málefnum Mið-Austurlanda og er jafnvel talið að nýr utanríkisráðherra muni koma skriði á friðarviðræður þar, eftir fráfall Yassirs Arafat.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×