Fjögur þúsund augu sjá betur 15. nóvember 2004 00:01 Á augnlæknastöðinni Lasersjón eru gerðar 16-20 laseraðgerðir á viku en stofan hóf starfsemi sína árið 2000. Eiríkur Þorgeirsson, sérfræðingur í augnlækningum, gerir laseraðgerðir á augum í hverri viku. "Við erum nýbúin að endurnýja tækjakostinn sem gerir okkur kleift að gera aðgerðir sem eru meira sniðnar að einstökum tilfellum. Þá eru augu viðkomandi lesin og geymd í minni vélarinnar sem gerir þá aðgerðina á auganu á þér en ekki bara einhverju auga. Slík aðgerð er 27.000 krónum dýrari á augað. Kosturinn við slíka aðgerð er að hægt er að gera minni skurði og að auki sinna fleiri jaðartilfellum en áður. Við mælum í hverju einstöku tilfelli hvor aðgerðin gefi betri árangur." Á stofunni hafa frá upphafi verið löguð um fjögur þúsund augu. Fleiri nærsýnir en fjarsýnir fara í laseraðgerð og árangur þeirra er almennt aðeins betri. "Í dag er vaxandi eftirspurn eftir því hjá fólki á miðjum aldri sem þarf tvískipt gleraugu að stilla augun á mismunandi fjarlægðir, þannig að annað augað sér vel frá sér og hitt verður örlítið nærsýnt. Svo eru augun notuð ómeðvitað til skiptis eftir aðstæðum. Það gerir gleraugnaþörfina minni," segir Eiríkur og bætir því við að 96% prósent fái fulla sjón eftir aðgerð og í öllum tilfellum batni sjónin til muna. "Áhætta er auðvitað alltaf einhver en mjög sjaldgæft að vandamál séu ekki leyst. Sumir fá þurrk í augun eða finna fyrir ertingu í einhvern tíma eftir aðgerðina. Viss áhætta fylgir auðvitað öllum aðgerðum og stundum erum við ekki alveg ánægð með ástand augans þegar í aðgerðina er komin. 0,2% hafa þurft að fara aftur í aðgerðina eða 10 augu af þessum 4.000 sem við höfum skorið. Þeir allir hafa hinsvegar fengið góðar niðurstöður að lokum." Heilsa Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á augnlæknastöðinni Lasersjón eru gerðar 16-20 laseraðgerðir á viku en stofan hóf starfsemi sína árið 2000. Eiríkur Þorgeirsson, sérfræðingur í augnlækningum, gerir laseraðgerðir á augum í hverri viku. "Við erum nýbúin að endurnýja tækjakostinn sem gerir okkur kleift að gera aðgerðir sem eru meira sniðnar að einstökum tilfellum. Þá eru augu viðkomandi lesin og geymd í minni vélarinnar sem gerir þá aðgerðina á auganu á þér en ekki bara einhverju auga. Slík aðgerð er 27.000 krónum dýrari á augað. Kosturinn við slíka aðgerð er að hægt er að gera minni skurði og að auki sinna fleiri jaðartilfellum en áður. Við mælum í hverju einstöku tilfelli hvor aðgerðin gefi betri árangur." Á stofunni hafa frá upphafi verið löguð um fjögur þúsund augu. Fleiri nærsýnir en fjarsýnir fara í laseraðgerð og árangur þeirra er almennt aðeins betri. "Í dag er vaxandi eftirspurn eftir því hjá fólki á miðjum aldri sem þarf tvískipt gleraugu að stilla augun á mismunandi fjarlægðir, þannig að annað augað sér vel frá sér og hitt verður örlítið nærsýnt. Svo eru augun notuð ómeðvitað til skiptis eftir aðstæðum. Það gerir gleraugnaþörfina minni," segir Eiríkur og bætir því við að 96% prósent fái fulla sjón eftir aðgerð og í öllum tilfellum batni sjónin til muna. "Áhætta er auðvitað alltaf einhver en mjög sjaldgæft að vandamál séu ekki leyst. Sumir fá þurrk í augun eða finna fyrir ertingu í einhvern tíma eftir aðgerðina. Viss áhætta fylgir auðvitað öllum aðgerðum og stundum erum við ekki alveg ánægð með ástand augans þegar í aðgerðina er komin. 0,2% hafa þurft að fara aftur í aðgerðina eða 10 augu af þessum 4.000 sem við höfum skorið. Þeir allir hafa hinsvegar fengið góðar niðurstöður að lokum."
Heilsa Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira