Erlent

Meirihluti vill inn

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Noregi, sem gerð var fyrir norska Ríkisútvarpið og Aftenposten, segist meira en helmingur Norðmanna vilja ganga í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu 56 prósent því játandi að ganga í ESB en 44 prósent vilja það ekki. Ef einnig er tekið tillit til þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu segja 48 prósent já, 38 prósent nei, en 13 prósent eru óákveðin. Síðasta skoðanakönnunin um afstöðu Norðmanna til Evrópusambandsins var gerð í ágúst. Þá voru 16 prósent óákveðin og hefur þeim því fækkað nokkuð. Af þeim sem taka afstöðu hefur skoðun Norðmanna lítið breyst frá því í ágúst, þegar 55 prósent voru því fylgjandi að ganga í Evrópusambandið en 45 prósent voru á móti. Helst eru það karlar og fólk á aldrinum 30-44 ára sem er jákvæðast gagnvart inngöngu í ESB. Einnig kemur það fram að 20 prósent af þeim sem kusu gegn aðild í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1991 vilja nú ganga í ESB. Fimm prósent þeirra sem kusu með aðild 1994 hafa nú skipt um skoðun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×