Erlent

Bardagar halda áfram

Þótt Bandaríkjamenn segist hafa náð borginni Falluja á sitt vald, má búast við því að bardagar haldi áfram þónokkuð ennþá. Stór hluti borgarinnar er í rúst, eftir átökin.  Það hefur verið barist af mikilli hörku í Falluja, síðastliðna viku. Bandaríkjamenn hafa beitt skriðdrekum, stórskotaliði, orrustuþotum og árásarþyrlum. Eftir að hafa barið niður mestu mótspyrnuna hafa þeir í dag farið hús úr húsi, til þess að svæla út þá sem þar eru í felum. Bandaríkjamenn segjast hafa fundið mikið magn af vopnum og skotfærum. Þeir hafa fellt yfir tólfhundruð uppreisnarmenn og misst um fjörutíu hermenn sjálfir. En þótt þeir segist hafa borgina á sínu valdi má búast við að áfram verði barist, í Falluja, við uppreisnarmenn sem hafa hvarvetna hreiðrað um sig, í litlum hópum, og virðast frekar kjósa að falla en gefast upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×