Erlent

Íranar hætta auðgun úrans

Íranar hafa heitið því að hætta auðgun úrans meðan þeir semja við Evrópuríki um lausn á deilum um kjarnorkuáætlun þeirra. Óvíst er þó hvort þetta sé til frambúðar því það ræðst af niðurstöðum viðræðna við Evrópuríkin. Búast má við að viðræðurnar standi fram yfir fund Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar síðar í mánuðinum en þar vonuðust Bandaríkjamenn til þess að samþykkt yrði að vísa deilunni til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Auðgað úraníum má nota hvort tveggja í friðsamlegum tilgangi og til gerðar kjarnorkuvopna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×