Erlent

Samkynhneigðir fái aukin réttindi

"Samkynhneigð pör ættu að njóta meiri réttinda en nú er en það er langt í að stjórnvöld leggi til að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd," sagði Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands. Kveikjan að ummælum Aherns er málshöfðun tveggja lesbía sem krefjast jafnra réttinda á við gagnkynhneigð pör. Meðal þess sem þær krefjast er að vera skattaðar eins og hjón en írsk skattalöggjöf umbunar hjónum umfram einstaklinga og pör í óvígðri sambúð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×