Erlent

Abbas verður forsetaefni Fatah

Mahmoud Abbas, fyrrum forsætisráðherra Palestínu, verður forsetaefni Fatah í forsetakosningunum í Palestínu. Þetta sagði Nabil Shaath, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar. Hann sagði samhug um þetta innan hreyfingarinnar og ætti í raun aðeins eftir að staðfesta þetta með formlegum hætti. Abbas var valinn leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, eftir fráfall Jasser Arafats og hefur verið talinn einna líklegasti eftirmaður Arafats á forsetastóli. Abbas var fyrsti forsætisráðherra Palestínu en sagði af sér eftir deilur við Arafat.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×