Erlent

Borgaði með grínpeningaseðli

Kona sem var ákærð fyrir þjófnað verður ekki látin svara til saka eftir að hún greiddi aftur fyrir vörur sem hún keypti upphaflega með fölsuðum peningaseðli. Lögmaður hennar sagði að hún hefði ekki haft hugmynd um að 200 dollara seðillinn með mynd af núverandi Bandaríkjaforseta væri ekki löglegur gjaldmiðill. Seðillinn sem hún borgaði með er grínseðill sem var prentaður í nokkru upplagi af andstæðingum forsetans. Á honum stendur meðal annars "Bandaríkin eiga skattalækkun skilið" og "Okkur finnst spergilkál gott".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×