Erlent

Íslensk börn tala ekki dönsku

Skólastjóri grunnskóla í einu af svokölluðum Íslendingahverfum í Danmörku, hefur hrist upp í mörgum foreldrum, með ummælum sínum um að íslenskir unglingar neiti að tala dönsku í skólanum. Skólastjórinn segir að munur á skólakerfum leiði til þess að erfitt sé fyrir íslenska nemendur að aðlagast. Íslenskum börnum hefur fjölgað mikið í Danmörku og segir skólastjóri í einum skólanna þar sem mikið er af Íslendingum að þeir teli ekki dönsku í skólanum. Hún segir að það hafi ekki gefið nógu góða raun að blanda íslensku nemendunum við þá döndku og því hafi verið brugðið á það ráð að setja þá saman í bekk, en enn sé ekki komin reynsla á það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×