Erlent

Yfir 100 slasast í lestarslysi

Yfir hundrað manns slösuðust þegar hraðlest fór út af sporinu í austurhluta Ástralíu í morgun. Um borð í lestinni voru 157 farþegar en stór hluti þeirra var eldra fólk. Farþegarnir voru flestir sofandi þegar slysið átti sér stað og kastaðist fólk til í vögnunum en sjö af níu vögnum losnuðu frá lestinni. Verið er að rannsaka hvað olli slysinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×