Erlent

Ungverjar fara frá Írak um áramót

Ungverska þingið hefur hafnað tillögum ríkisstjórnarinnar þar í landi um að framlengja veru 300 friðargæsluliða í Írak um 3 mánuði. Friðargæsluliðarnir eiga að fara heim til Ungverjalands í lok ársins, en ríkisstjórnin var á því að nauðsynlegt væri að framlengja dvölina fram yfir kosningar í Írak, sem fara eiga fram í upphafi næsta árs. Ekki tókst að fá samþykki tveggja þriðju hluta þingheims, sem til hefði þurft.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×