Kassi á fjórum hjólum 16. nóvember 2004 00:01 "Fyrsti bíllinn átti raunasögu hér á landi og leist fólki ekkert á þetta fyrirbæri," segir Sigurður Hreiðar en sá bíll var kallaður Thomsen bíllinn þar sem hann var í eigu Ditlev Thomsen sem fékk leyfi til að flytja hann til landsins. Bíllinn var ófullkominn og hentaði engan veginn fyrir íslenska vegi og var sendur út aftur. Hinsvegar er öldin önnur í dag og nú getur fólk ekki lifað án bílsins. "Við þurfum nú ekki annað en að hugsa til þess hvernig allt væri hérna ef bílnum yrði kippt í burtu," segir Sigurður Hreiðar og brosir. "Ég staðhæfi að ekkert eitt tæki hefur breytt íslensku þjóðlífi eins mikið og bíllinn hefur gert, og held ég að enginn treysti sér að andmæla því," segir Sigurður Hreiðar sem sjálfur er mikill bílakarl eins og gefur að skilja. "Ég er nú ekki einn af þeim sem er að eignast bíla og gera mikið við þá. Ég á yfirleitt aldrei nema einn bíl í einu," segir Sigurður Hreiðar sem ekur nú á Renault Laguna. "Það er bíll sem hentar mér afskaplega vel og er hann þægilegur og góður í rekstri, en það eru nú eiginlega þær kröfur sem ég geri til bíls," segir Sigurður Hreiðar og minnist á að bíllinn hefur í grundvallaratriðum lítið breyst í gegnum söguna. "Vélin er með mjög svipuðum hætti þó að aflútfærslan til hjólanna hafi kannski tekið svolitlum framförum. Í grunninn er þetta bara kassi á fjórum hjólum," segir Sigurður Hreiðar. Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Fyrsti bíllinn átti raunasögu hér á landi og leist fólki ekkert á þetta fyrirbæri," segir Sigurður Hreiðar en sá bíll var kallaður Thomsen bíllinn þar sem hann var í eigu Ditlev Thomsen sem fékk leyfi til að flytja hann til landsins. Bíllinn var ófullkominn og hentaði engan veginn fyrir íslenska vegi og var sendur út aftur. Hinsvegar er öldin önnur í dag og nú getur fólk ekki lifað án bílsins. "Við þurfum nú ekki annað en að hugsa til þess hvernig allt væri hérna ef bílnum yrði kippt í burtu," segir Sigurður Hreiðar og brosir. "Ég staðhæfi að ekkert eitt tæki hefur breytt íslensku þjóðlífi eins mikið og bíllinn hefur gert, og held ég að enginn treysti sér að andmæla því," segir Sigurður Hreiðar sem sjálfur er mikill bílakarl eins og gefur að skilja. "Ég er nú ekki einn af þeim sem er að eignast bíla og gera mikið við þá. Ég á yfirleitt aldrei nema einn bíl í einu," segir Sigurður Hreiðar sem ekur nú á Renault Laguna. "Það er bíll sem hentar mér afskaplega vel og er hann þægilegur og góður í rekstri, en það eru nú eiginlega þær kröfur sem ég geri til bíls," segir Sigurður Hreiðar og minnist á að bíllinn hefur í grundvallaratriðum lítið breyst í gegnum söguna. "Vélin er með mjög svipuðum hætti þó að aflútfærslan til hjólanna hafi kannski tekið svolitlum framförum. Í grunninn er þetta bara kassi á fjórum hjólum," segir Sigurður Hreiðar.
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira