Erlent

Vopnasölubann á Fílabeinsströndina

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt bann við vopnasölu til stjórnvalda á Fílabeinsströndinni. Samþykkt öryggisráðsins fylgir í kjölfar árása stjórnarhermanna á franska hermenn sem voru við friðargæslu í landinu. Öryggisráðið hótaði einnig að beita landið viðskiptaþvingunum ef stjórnvöld og uppreisnarmenn í norðurhluta landsins hefja friðarferli sitt ekki aftur innan mánaðar. Stjórnvöld á Fílabeinsströndinni brugðust illa við og sökuðu Sameinuðu þjóðirnar um að taka afstöðu með fyrrum nýlenduherrum Fílabeinsstrandarinnar, Frökkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×