Erlent

Átökin breiðast út

Átökin í Írak breiðast út um landið. Bandaríkjaher segist vera búin að ná tökum á uppreisnarmönnum í Falluja og beinir sjónum sínum að borginni Mosul í norðurhluta landsins. Bandaríkjaher segist vera búin að einangra uppreisnarmenn í suðurhluta Fallujah. Velflestir íbúar borgarinnar hafa flúið, enda stendur borgin eftir nánast sem rústir einar. Hjálparsamtök hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu sjúkdóma, því þeir íbúar sem enn sitja eftir í Fallujah hafa verið án vatns- og rafmagns í meira en viku og hjálparsamtök hafa ekki fengið leyfi til að flytja hjálpargögn inn í borgina. En það er barist mun víðar en í Fallujah. Svo virðist sem uppreisnarmenn hafi brugðist við áhlaupi Bandaríkjahers á Fallujah með því að gera árásir víðs vegar um norðurhluta landsins. Bandarískur liðsauki hefur þegar verið sendur til Mosul sem er þriðja stærsta borg Íraks og í dag var byrjað að reyna að uppræta andófshópa sem þar risu upp í síðustu viku og tóku völdin á að minnsta kosti sex lögreglustöðum. Fréttaskýrendur telja þó að of fáir bandarískir hermenn séu í Írak til að unnt sé að halda uppi lögum og reglum í aðalborgum landsins, á sama tíma og verið er að ráðast til atlöguy við uppreisnarhópa víðs vegar um landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×