Erlent

Stefnir í verkfall hjá flugfreyjum

Stærstu samtök flugfreyja og flugþjóna í Bandaríkjunum (AFA) ætla að sækja eftir verkfallsheimild meðal félagsmanna sinna. Um 46 þúsund flugfreyjur og flugþjónar eru í samtökunum. Forsvarsmaður samtakanna segir kjör félagsmanna sinna hafa snarversnað undanfarið. Vinnutíminn hafi lengst en launin séu hin sömu. Flugfélögin beri því alltaf við að ekki sé unnt að bæta kjörin vegna lélegrar fjárhagsstöðu. Forsvarsmaðurinn segir að við þetta verði ekki unað lengur. Ef kjörin verði ekki bætt stefni í verkfall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×