Erlent

Reynir allt til að tryggja frið

Mahmoud Abbas, sitjandi leiðtogi Palestínumanna, reynir nú allt til að semja við andstæðinga sína um að tryggja frið á svæðinu. Leiðtogar Hamas samtakanna funduðu í gær með Abbas og ræddu þá hvaða hlutverk íslamskir hópar muni hafa í framtíðarstjórn landsins. Stjórnvöld í Palestínu reyna nú hvað þau geta til að tryggja að ekki brjótist út óeirðir í kjölfar dauðsfalls Yasser Arafats. Abbas var sýnt morðtilræði fyrir nokkrum dögum þegar hann var staddur við gröf Arafats.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×