Erlent

Bysumenn á þinginu í Ekvador

Það hitnaði heldur betur í kolunum á þingi miðbaugsríkisins Ekvadors, þegar stuðningsmenn forsetans og andstæðingar tókust þar á og eldheitur stuðningsmaður forsetans dró upp byssu. Öryggisverðir urðu að skerast í leikinn og yfirbuga óeirðaseggina. Þingverðir eru reyndar vanir átökum á þinginu því þar hefur gengið á ýmsu síðan því var komið á laggirnar árið 1979. Margir flokkar eru í landinu og þingmenn þykja auk þess ekki hollir flokkum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×