Erlent

Dollarinn lækkar enn

MYND/Vísir
Dollarinn er á hraðri niðurleið gagnvart bæði krónunni og Evru. Dollarinn er kominn niður fyrir 67 krónur íslenskar og hefur hann ekki verið lægri í fjölmörg ár. Þá hefur dollarinn aldrei verið lægri í samanburði við Evruna, síðan hún komst á laggirnar. Leitt hefur verið að því líkum að Bandaríkjastjórn séu í raun sátt við veika stöðu dollarans, því hún leiði til þess að bandarískar vörur séu ódýrar í Evrópu. Hvað sem öðru líður hafa stjórnvöld í Washington lítið gert til að reyna að styrkja dollarann og segja fjármálasérfræðingar að fátt sé í spilunum sem bendi til þess að hann muni styrkjast verulaga í bráð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×