Erlent

Haldið upp á flauelsbyltingu

Tékkar halda í dag upp á 15 ára afmæli flauelsbyltingarinnar svokölluðu, sem leiddi til þess að kommúnistar hrökkluðust frá völdum í gömlu Tékkóslóvakíu. Þann 17. nóvember árið 1989 braut lögregla á bak aftur mótmælaaðgerðir þúsunda stúdenta á götum úti í Prag, sem leiddi til frekari mótmæla og á endanum til falls kommúnista í Tékklandi. Meðal þeirra sem koma fram í tilefni dagsins í dag er fyrrverandi forseti Tékklands, Vaclav Havel, sem stjórnaði aðgerðum mótmælenda og komst í kjölfarið til valda. Þá munu einnig stíga á stokk hljómsveitir og fjöldi annarra listamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×