Erlent

6 þúsund með Persaflóaheilkennið

Um 6 þúsund hermenn búa við afar bága heilsu vegna þáttöku í Persaflóastríðinu, samkvæmt nýrri skýrslu frá Bandaríkjunum. Ekki er nein ein afgerandi ástæða fyrir persaflóaheilkenninu svokallaða, eins og heilsubresturinn er kallaður, en í skýrslunni segir að hermenn sem fóru til Persaflóa séu helmingi líklegri til að þjást af alls kyns kvillum, heldur en hermenn sem barist hafa annars staðar. Stærstan þátt spila taugagas og efnavopn, sem hermennirnir urðu fyrir barðinu á, sem og gölluð lyf, sem þeim voru gefin til að verja þá fyrir eiturefnum. Í skýrslunni er hvatt til þess að komið verði upp sjóði til þess að greiða hermönnunum skaðabætur vegna heilsutapsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×