Erlent

8.000 fórnarlömb jarðsprengja

Rúmlega átta þúsund manns hið minnsta létust eða slösuðust af völdum jarðsprengja á síðasta ári. Þetta er sá fjöldi atvika sem tilkynnt var um en raunverulegur fjöldi slasaðra og særða getur verið tvöfalt til þrefalt hærri þar sem ekki er tilkynnt um nærri öll atvik, að sögn samtaka sem börðust gegn banni við notkun jarðsprengja. Forsvarsmenn samtakanna, Alþjóðlegu baráttunnar fyrir banni gegn jarðsprengjum, segja þó mikinn árangur hafa náðst frá því slíkt bann tók gildi 1999. Síðan þá hafa 62 milljón jarðsprengjur verið eyðilagðar og 1.100 ferkílómetrar lands verið hreinsaðir af jarðsprengjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×