Erlent

Mest aukning í Bretlandi

Notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga hefur aukist meira í Bretlandi en nokkru öðru landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Á árunum 2000 til 2002 jókst notkun þunglyndislyfja og annara lyfja sem hafa áhrif á boðefnabúskap heilans um heil 68% á Bretlandseyjum. Notkun slíkra lyfja meðal ungmenna var skoðuð í löndum víðs vegar um heiminn og víðast hvar jókst hún töluvert á umræddu tveggja ára tímabili. Minnst var aukningin í Kanada og Þýskalandi, eða 13 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×