Erlent

Framkvæmdastjórnin loks samþykkt

Þingmenn á þingi Evrópusambandsins samþykktu í gær nýja framkvæmdastjórn sambandsins, þremur vikum eftir að andstaða þeirra við upphaflega tillögu að skipan framkvæmdastjórnarinnar varð til þess að hún var dregin til baka. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og aðrir stjórnarmenn taka við embætti á mánudag. "Við verðum að skipta sköpum í daglegu lífi Evrópufólks. Það sem meira er, við verðum að ýta undir aukna samkeppnishæfni og hagvöxt," sagði Barroso um verkefni framkvæmdastjórnar sinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×