Erlent

Skildi við mömmu sína

Sautján ára stúlka hefur fengið lögskilnað frá móður sinni. Lögskilnaðinn fékk hún á grundvelli nýrra laga sem gefa börnum að segja skilið við foreldra sína ef þeim er ómögulegt að búa saman. Stúlkan segir að móðir hennar hafi neytt hana til að stunda kynlíf með karlmönnum frá tíu ára aldri og hafi móðirin þegið greiðslu frá mönnunum fyrir það. "Þetta unga barn hefur sætt mikilli og hryllilegri kynferðislegri misnotkun, að því er best verður séð með vitund og þátttöku móður hennar," sagði dómarinn sem felldi úrskurð um lögskilnað mæðgnanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×