Erlent

Snjórinn veldur usla í Noregi

Íbúar í Norður-Noregi veltast nú um af hlátri yfir brölti landa sinna í suðri. Fyrsti snjórinn féll í Ósló í vikunni og það var eins og við manninn mælt - það fór allt í steik á götum höfuðborgarinnar. Einn góðhjartaður íbúi í Norðurhéruðunum hefur í kjölfarið boðist til þess að halda björgunarnámskeið í Ósló til að kenna höfuðborgarbúum hvernig þeir geti komist lífs af í þriggja sentímetra djúpum jafnföllnum snjó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×