Erlent

Annan ekki treyst

Reiknað er með að starfsfólk Sameinuðu þjóðanna muni kjósa um vantraustsyfirlýsingu gegn Kofi Annan, framkvæmdastjóra stofnunarinnar samkvæmt heimildum innan verkalýðsfélags starfsfólksins. Ástæðan er röð hneyksla sem stofnunin hefur verið tengd síðan hann tók við starfi framkvæmdastjóra. Fyrir starfsmönnum verkalýðsfélagsins liggur nú fyrir að samþykkja ályktun þar sem stuðningur við Annan og aðra yfirmenn stofnunarinnar er dregin til baka. Þetta mun vera í fyrsta sinn í nærri 60 ára sögu Sameinuðu þjóðanna sem slíkt er gert. Að undanförnu hefur Annan verið í eldlínunni vegna tveggja stórra hneykslismála. Annars vegar vegna deilna Saddam Hussein hafi dregið að sér milljarða dollara í gegn um áætlun Sameinuðu þjóðanna sem gerði Írökum kleift að kaupa matvæli fyrir olíu. Hneykslið sem fyllti mælinn var tilkynning um að Annan hafi veitt Dileep Nair sakaruppgjöf. Nair var yfirmaður stofnunarinnar og var hann sakaður um vinaráðningar og kynferðislega áreitni. Er sú ákvörðun sögð dæmi um spillingu Annans og annarra háttsettra starfsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×