Erlent

Studdist við óstaðfesta heimild

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, notaðist við óstaðfesta heimild þegar hann sagðist hafa gögn undir höndum sem gæfu til kynna að Íranar ætluðu sér að þróa eldflaugar sem gætu borið kjarnorkusprengjur til skotmarka í öðrum löndum. Þetta hefur Washington Post eftir ónafngreindum embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins. Bandaríska leyniþjónustan hefur lagst yfir um þúsund blaðsíður sem nýr heimildarmaður lét henni í té. Vegna mistaka sem voru gerð við mat á gjöreyðingarvopnum Íraka eru gögnin skoðuð nákvæmlega til að leggja mat á áreiðanleika þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×