Erlent

Refaveiðibannið fyrir dómstóla

Þrátt fyrir að breska þingið hafi samþykkt að banna refaveiðar með hundum er baráttunni ekki lokið. Andstæðingar bannsins höfðuðu mál og vonast til að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að bannið fái ekki staðist. Þegar þingmenn settu bann við því að hundar yrðu notaðir við refaveiðar gerðu þeir það á grundvelli þingheimildar sem hafði aðeins verið nýtt þrisvar á 55 árum. Andstæðingar bannsins sögðu í kæru sinni að þingheimildin ætti ekki við í þessu tilfelli og því ætti að fella bannið úr gildi. Dugi það ekki ætla þeir að höfða mál á þeim grundvelli að verið sé að brjóta mannréttindi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×