Erlent

Nýnasistar skipuleggja hryðjuverk

Hópur sænskra nýnasista hefur verið handtekinn, grunaður um áætlun um morð og hryðjuverk. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nýnasistarnir höfðu gert áætlun sem gerði ráð fyrir að lama mikilvægar stofnanir samfélagsins, svo sem orkuver, skóla, sjúkrahús og ráðhús. Sænskir fjölmiðlar telja sig hafa upplýsingar um að meðal sönnunargagna sé dauðalisti með nöfnum þekktra stjórnmálamanna og lögreglumanna sem sérhæfa sig í uppgangi nasismans. Enn fremur stóð til að fá stuðningsmenn til að gera sjálfsmorðsárásir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×