Erlent

Sjö létust í sprengingu á Ítalíu

Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í mikilli gassprengingu í tveggja hæða íbúðarhúsi á Ítalíu í dag. Slysið varð í smábænum Foggía í suðurhluta landsins. Sprengingin var svo öflug að hlutar úr útveggjum og þaki hússins þeyttust langar leiðir, og svo hrundi húsið til grunna. Sjö manna fjölskylda beið bana. Sex aðrir íbúar hússins sluppu með lítilsháttar meiðsli. Talið er nokkuð víst að gaskútur hafi sprungið með þessum afleiðingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×