Erlent

Skuldum létt af Írak

Þjóðverjar skýrðu í gær frá samkomulagi um að létta skuldum af Írökum í því skyni að gera þeim kleift að hefja fyrir alvöru uppbyggingu í landinu án þess að þurfa að sligast undir skuldabyrði. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir því að Parísarklúbburinn, sem er samtök 19 iðnríkja, felli niður 80 prósent af lánum sínum til Íraka á næstu árum. Þriðjungur af þeim 120 milljörðum dala sem Írakar skulda öðrum ríkjum er fenginn að láni hjá ríkjum Parísarklúbbsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×