Erlent

Dönum fjölgar í Afganistan

Fjöldi danskra hermanna í Afganistan mun þrefaldast á næsta ári samkvæmt því sem kemur fram í Politiken í dag. Hermennirnir eiga að sinna mannúðarstörfum og að taka þátt í þjálfun nýs hers Afganistans. Formaður samtakanna „Læknar án landamæra“ hefur áhyggjur af því að hermenn sinni einnig mannúðarstörfum. Danski Rauði krossinn hefur jafnframt gagnrýnt að mörkin milli hermanna og hjálparstarfsmanna séu að hverfa og tekur sem dæmi að danskir hermenn keyri um á hvítum jeppum eins og hjálparstarfsmenn. Í danska utanríkisráðuneytinu er þessari gagnrýni fagnað og segir skrifstofustjóri ráðuneytisins við Politiken að nefnd fjalli um með hvaða hætti samstarf hermanna og hjálparstarsmanna eigi að vera. Áætlað er að rúmlega 200 danskir hermenn verði staðsettir í Afganistan á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×