Erlent

Sneri aftur í veisluna með byssu

Danska lögreglan telur að tæplega fimmtugur karlmaður frá fyrrverandi Júgóslavíu hafi drepið samlanda sinn með því að skjóta hann nokkrum skotum í samkomuhúsi á Kaupmannahafnarsvæðinu í gærmorgun. Maðurinn neitar sök en hann gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær. Lögregla yfirheyrði manninn og tvo syni hans í gær en þeir voru meðal fjölda fólks í afmælisveislu í samkomuhúsinu aðfaranótt laugardags. Lögregla segir að hinum grunaða hafi verið vísað úr veislunni eftir að hann hafði angrað stúlku á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu sneri maðurinn vopnaður til baka nokkrum tímum seinna og skaut nokkrum skotum að einum þeirra sem hafði hent honum úr veislunni. Hinn látni var rúmlega þrítugur að aldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×