Erlent

Fjögur morð á sólarhring í Napólí

Fjórir menn hafa verið drepnir undafarinn sólarhring í borginni Napólí á Ítalíu. Lögreglan segir morðin að öllum líkindum tengjast innbyrðis átökum í mafíunni þar í borg. Undafarið hefur geisað blóðugt stríð í Napólí á meðal mafíugengja innan hinnar svokölluðu Napólí-Camorra mafíu þar sem bitbeinið er yfirráð í eiturlyfja- og vopnasölu sem og á vændismarkaðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×